Haustvísur

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Álfhildur Sigurðardóttir

Sumarið á enda er,
að fer haust og vetur.
Himinn stjörnur bjartar ber.
Birtu á jörðu setur.
Úti kulnar, sígur sól.
Sveipar þokan tinda.
þjóta élin, þrýtur skjól.
þagnar niður linda.
Húmið leggst um hólma' og sund.
Hljóðnar fuglakliður.
Blöðum loka blóm á grund,
beygja höfuð niður.